6.2.2010 | 00:17
Drukkna menn á þurru landi?
Mikið þótti mér merkilegt, að heyra það á öldum ljósvakans í kvöld, að atvinnulausum unglingum, sem ekki eru í skóla, væri hættara við, að lenda á refilstigum í lífinu, en jafnöldrum þeirra, sem ýmist stunda nám eða vinnu. Og ekki var nú lakara að heyra, að á þessu hefði verið gerð vísindaleg rannsókn. Sjálfur menntamálaráðherrann staðfesti meira að segja, að þetta væri ákaflega merkileg rannsókn.
Reyndar hélt ég að það væri þegar kunnugt, að meiri hætta væri á því,að fólk drukknaði í vatni en á þurru landi. Hefði nú ekki verið ráð, að verja þeim fjármunum, sem kastað var í þessa rannsókn, í að ráða bót á vanda atvinnulausra ungmenna?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það skapast þó vinna við að búa til þessar skýrslur og halda kannski málþing um þetta.Enda eru ríkisstarfsmenn nokkrir tugir þúsunda og hafa fáir misst vinnu undanfarið.Ættum allir að fá vinnu við að rannsaka hvert annað.
Hörður Halldórsson, 6.2.2010 kl. 02:09
Er ekki löngu búið að bjóða borgurum þessa lands upp á að segja til annarra slíkra, sem gætu verið að svíkja undan skatti, þiggja örorku- eða atvinnuleysisbætur, án þess að eiga þær inni ?
Kannski ekkert að því að njósna um nágranna, sen virðast grunsamlega hressir miðað við bætur. Til að komast að því hvort þeir eru á slíkum þarf þó væntanlega að njósna um póstinn þeirra -helst opna hann.
Hvað með þó nokkra starfsmenn Tryggingastofnunar Ríkisins, sem hafa setið þar óáreittir, áratugum saman- og stolið tugum milljóna án þess að nokkur tæki eftir ? Af fólkinu sem átti að vera að vinna fyrir...
Hildur Helga Sigurðardóttir, 6.2.2010 kl. 04:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.