4.2.2010 | 22:52
Hví ertu þögull, Össur minn?
Horfði ekki á Össur Skarp. í Kastljósi í kvöld, það stóð ekki til boða. Undarlegt að hlusta á þögn hans varðandi stofnfjárbréfin hans í SPRON. (Ekki svo oft, sem sú þögn býðst.)
Össur hefur gert það lýðum ljóst, að hann hafi, undir lok níunda áratugar síðustu aldar, keypt þessi bréf og hugsað þau sem lífeyrissjóð fyrir sig og sína. En þegar hann var iðnaðrráðherra á árunum 2007 til 2009, þótti honum ekki viðeigandi að eiga slíka pappíra, svo hann seldi þá.
Þessi ummæli Össurar vekja þrjár spurningar. Sú fyrsta er þessi: Hvernig stóð á því, að iðnaðarráðherrann Össur Skarphéðinsson taldi ekki rétt (væntanlega siðferðilega), að eiga þessi bréf, fyrst umhverfisráðherrann Össur Skarphéðinsson (1993 til 1995) taldi það í stakasta lagi?
Önnur spurning sem vaknar er þessi: Með tilliti til þess, að stofnfjárbréf í SPRON voru aldrei hugsuð sem tekjulind, fyrr en Pétur Blöndal setti sig í geistlegar stellingar og lét svo um mælt, að stofnfjárbréf væru fé án hirðis", er ekki úr vegi, að Össur útskýri nánar þessa fjáröflunarleið sína í gengum stofnfjárbréfin.
Þriðja spurningin sem mál þetta vekur er eftirfarandi: Í ljósi þess, að Össur hagnaðist, að eigin sögn, um 30.000.000 króna á sölu bréfanna, (sem kaupendurnir töpuðu skömmu síðar verulega á) án þess að hafa, einnig að eigin sögn, búið yfir innherjavitneskju, væri fróðlegt að fá að vita, hvort Össur telji það eðlilegt, að menn, sem gefa sig út fyrir að vera leiðtogar í nafni jafnaðarstefnunnar, standi í viðskiptum sem þessum.
Ég er ekki frá því, að nú vilji þjóðin fá skýringar, sérstaklega við jafnaðarmenn.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Finnast ekki mýmörg dæmi þess í tilvitnunum og kviðlingum þar sem fjallað er um hvernig menn töpuðu ró sinni í erli dagsins? Þetta er ekkert nýtt, hvorki það að ganga í dansinn kringum gullkálfinn né að þræta fyrir græðgi sína.
Nú er bara að horfast í augu við sannleikann, rétt eins og ónefndur hópur manna gerir reglulega í hverri viku ár eftir ár!
Flosi Kristjánsson, 4.2.2010 kl. 23:01
Lét Össur þess ekki geti þegar hann velti því fyrir sér seint á árinu 2003 að selja bréfin vegna hugsanlegrar yfirtöku KB Banka á SPRON að réttast væri að hagnaður að sölu stofnbréfa rynni til samfélagsins. Samband ungra jafnaðarmanna tók undir þessa tillögu. Nú vantar bara líknarfélagið sem Össur styrkti svo rausnarlega.
http://malefnin.com/ib/lofiversion/index.php/t3401.htmlBjorn Jonasson (IP-tala skráð) 5.2.2010 kl. 08:37
Vinstrimenn sem boða fagnaðarerindi jafnaðarstefnu eru GRÁÐUGUSTU- UNDIRFÖRULSTU OG LUMSKUSTU MAÐKAR JARÐAR ! ÞVÍ MIÐUR ERU MARGIR ÞEIRRA KENNARAR !
Erla Magna Alexandersdóttir, 6.2.2010 kl. 18:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.