Að varpa ekki ljósi í Kastljósi

Horfði á Bjarna Ben. í Kastljósi í kvöld.  Undarlegt að hlusta á manninn lýsa hversu vafasöm viðskipti fyrirtækja, sem hann átti hlut í og sat jafnvel í stjórn þeirra, eru honum í raun óviðkomandi.  Sömuleiðis dulítið merkilegt, að heyra hann segja, að það sé í raun allt í lagi að slá lán í banka og geta síðan ekki greitt lánið, slíkt sé einfaldlega eðli bankaviðskipta.  Ég þarf endilega að gauka þessum upplýsingum að útibússtjóranum mínum.

Hugmyndir Bjarna Ben. um Icesave?  Hvern varðar um þær?  Er það ekki eins með stjórnmálin og bankaviðskiptin, allt í plati og ekkert að marka?

Já, og svo haldið sé áfram frá í gær, að vitna í H.C. Andersen, hvað varð aftur um einfætta tindátann?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alltaf hálf hallærislegt þegar vel gefnir menn spila sig kjána, þegar það hentar þeim og þykjast ekkert vita.

Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 3.2.2010 kl. 23:13

2 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Góð komment.

Hildur Helga Sigurðardóttir, 3.2.2010 kl. 23:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband