3.2.2010 | 00:01
Jóhanna litla með eldspýturnar
Horfði á Jóhönnu Sig. í Kastljósi í kvöld. Undarlegt að hlusta á hana lýsa því, að hún sitji stjörf undir fréttum fjölmiðla, þegar þeir flytja tíðindi af uppgangi fjárplógsmanna. Já, einmitt þessara, sem komu Íslandi á kaldan klaka og fyrirtækjum sínum á hausinn en fá þau nú aftur á silfurfati í gegnum skilanefndir bankanna.
Aumingja Jóhanna, hún ræður ekki neitt við neitt, situr bara og horfir á sjónvarpið í forundran. Sjálfsagt hefur hún hlustað á Ólaf Elton í Samskipum, lýsa því yfir, að hann skildi að þjóðin skildi ekki, að hann fengi Samskip aftur. Og Jóhanna litla horfir. Hún er greinilega ekki forsætisráðherra með meirihluta Alþingis á bak við sig, heldur bara lítil stelpa með undrun í bláum augum yfir vonsku heimsins; litla stúlkan með eldspýturnar, sem eyðast svo undurfljótt úr stokknum, meðan náköld auðhyggjan næðir um landið og frystir í hel hverja vonarurt, sem þrátt fyrir allt grær í döprum hjörtum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:08 | Facebook
Athugasemdir
já mjög slæmt að fjölmiðlar fái yfir höfuð að vita nokkuð, þetta átti að vera leindó, fjölmiðlar skemma alt óli mátti fá skipin en ég er svo sorgmædd að þjóðin skyldi frétta þetta AÐ TALA EINS OG AÐ HÚN VISSI EKKERT UM ÞETTA ER SVO MIKIL SKÖMM OG NIÐURLÆGING SÉRSTAKLEGA FYRIR ÞÁ SEM KUSU SF
Jón Sveinsson, 3.2.2010 kl. 00:31
Skáldlega mætl, satt og djúpt. Eyminginn atarna. Nú á að spila á meðaumkunina, nýbúin að greiða Þórólfi Matt 30 silfurpeninga fyrir slandrið í Aftenposten.
Jón Steinar Ragnarsson, 3.2.2010 kl. 01:41
Jóhanna sat í forundran og þóttist ekkert skilja um bankastjórnun landsins og skilanefndir í leikritinu sem hún setti upp fyrir þjóðina í Kastljósi!
Hún hugði ekki að sér, hún er svo flækt í eigin blekkingarvef að með því talað hún af sér og staðfesti rækilega með eigin orðum það sem flestir vita að hún og Steingrímur eru með öllu ófær um að stjórna landinu og hafa engin úrræði eða lausnir fyrir þjóðina, en á sama tíma ekkert nema hrokinn og merkilegheitin og þykjast vita allt best um LAUSN á Icesave. Hvað veldur að þau eru svona miklir sérfræðingar um Icesave- en engin önnur mál?
Steingrímur og Jóhanna fussa og svívirða alla sérfræðinga nema ráðgjafa ríkistjórnarinnar.... og hverjir eru þeir???
Fjórir af ráðgjöfum ríkistjórnarinnar eru FYRRUM YFIRMENN Icesave bankans!!! allir bankarnir fléttast saman í eignarhaldi og lánum.
Miðað við ráðningar fyrrum lykilmanna úr þeirra röðum, birtist nýr flötur á sjúkri þvermóðsku ríkisstjórnarinnar að hafa að engu lögfræðilegar staðreyndir og stuðning málsmetandi manna en keyra Icesave málið í gegn og láta þjóðina borga.
Staðreyndin blasir við að í ríkisstjórn Íslands situr: ICESAVEBANKI OG CO, MEÐ FYRRVERANDI ALLT OG NÚVERANDI ALLT og STJÓRNAR ÍSLANDI !!!
Ef Icesave færi fyrir dómstóla þá verða líkast til öll gögn þar með opinber og ráðgjafar/ríkistjórnin munu nú gera allt til að koma í veg fyrir það. Við eigum von á skrautlegum uppákomum á næstunni og svikablekkingum þegar Jóhanna kemur til baka frá Brussel. Eins gott að við látum ekki hafa af okkur réttinn að kjósa 6.mars
Anna Björg Hjartardóttir (IP-tala skráð) 3.2.2010 kl. 14:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.