Hestamannamót á mölinni?

Jónas Kristjánsson fjallar um það á bloggi sínu í dag, að hestamenn séu komnir í hár saman.  Deiluefnið er, hvort halda skuli næsta landsmót hestamanna í Rangárþingi ytra (Hellu) eða í Reykjavík. 

Nú skal játað, að ég er ekki hestamaður.  En einhvern veginn þykir mér, sem hestar og hestamennska tengist meir sveitum en bæjum og borgum,rétt eins og sjávarútvegurinn og umstangið kringum hann er óneitanlega best settur við sjávarsíðuna.  Kannske er þess að vænta, að næsta sjávarútvegssýning fari fram á Hellu.  Skyldu menn þá drösla skuttogurum þangað austur?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála.  Förum frekar til Hellu í sumar.

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 31.1.2010 kl. 08:11

2 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Hestamannamótum fylgir ákveðin útilegustemming sem næst ekki upp séu þau haldin á höfuðborgarsvæðinu.  Þessvegna á að halda þau úti á landi - alltaf.

Anna Einarsdóttir, 31.1.2010 kl. 11:49

3 Smámynd: Sveinn Elías Hansson

Þetta er nú ein af þessum fylliríssamkomum sem á heima til sveita. Nóg er af drykkjuskapnum hér í bænum.

Sveinn Elías Hansson, 31.1.2010 kl. 12:30

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Á Landsmót hestamanna koma um 12 þúsund manns og margir gista í tjöldum eða húsvögnum. Þetta eru án nokkurs vafa þær útisamkomur þar sem minnst ber á ofurölvi fólki. Til mikilla undantekninga heyrir að þar sé um að ræða fólk úr röðum hestamanna. Færst hefur í vöxt að skemmtanafíkin ungmenni sæki þessa staði líkt og aðrar útisamkomur og verði öðrum til leiðinda.

Erlendir hestaeigendur eru mikill hluti mótsgesta og þeir eru ekki komnir til að kynnast reykvískri borgarmenningu. Þá hugmynd að halda þetta mót í Reykjavík á að slá út af borðinu án teljandi umræðu.

Árni Gunnarsson, 1.2.2010 kl. 23:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband