Sálmasöngur í hörmungum

Það var merkilegt að heyra fréttina af íslenska guðfræðinemanum, sem staddur var á Haíti, þegar hörmungarnar dundu þar yfir.  Hann kom þar að, sem ungt fólk, sem safnast hafði saman á íþróttavelli, söng sálma.  Í sjálfu sér er það ekkert undrunarefni; það er ekkert nýtt, að fólk finni Guð, þegar neyðin sækir að.  Það sem var athyglisvert við frásögn guðfræðinemans var það, að þessi sjón vakti hann til umhugsunar um það, hvort hann, sem lært hafði guðfræði í sjö ár, þekkti Guð.

Ég þekki ekki þennan unga mann og ég get ekki sett mig í spor hans, mitt í öllum þeim hörmungum, sem hann varð vitni að.  En viðbrögð hans voru sönn og einlæg.  Auðvitað sakar ekki, að menn leggi fyrir sig guðfræði.  En trúin finnur sér samt sem áður leið að hjartanu, ekki heilanum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brattur

Frásögn unga mannsins snart mig... sá fyrir mér þennan atburð í huganum...

Það lærist ekki allt af bókum... lífið sjálft skólar mann til oft á þann hátt að fólk verður ekki samt á eftir...

Brattur, 18.1.2010 kl. 23:54

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Tilfinningar fólks er sjaldast það sem við köllum rökréttar. Atburðirnir á Haítí eru af þeirri stærðar gráðu að ekki er með nokkru móti hægt að ímynda sér viðbrögðin. Sumir ná ótrúlegum sálarstyrk og jafnvel ró í yfirþyrmandi aðstæðum. Þessi söngur hefur örugglega hjálpað þessu fólki á þessari stundu. Frásögnin var einlæg og sterk. Trú er eitthvað sem er ekki hægt að útskýra, en hún er samt til.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 19.1.2010 kl. 00:07

3 identicon

Það snart mig einnig þegar ég heyrði frásögn unga guðfræðinemans sem sagðist ekki hafa kynnst Guði í gegn um margra ára guðfræðinám. Held nákvæmlega að þetta sér mergur málsins, við getum ekki kynnst Guði við lestur fræðirita og trúarbragðabóka. Guð hefur opinberað sig í orði sínu og við þurfum að nálgast hann í bæn og tilbeiðslu, við þurfum að gefa honum aðgang að huga okkar þá fyrst þá kynnumst við honum persónulega. Margir vilja kenna Guði um þær hörmungar sem hrjá mannkynið en hann hefur ekkert með það að gera, það er andstæðingur hans sem sér um svona hluti. Guð er hinsvegar nálægur til að veita styrk í þeim hörmungum sem dynja yfir og hafa vafalítið margir íbúar Haíti upplifað þann styrk undanfarna daga sbr. unga fólkið sem söng "Hærra minn Guð til þín". Við þurfum að biðja fyrir fólkinu þarna á Haíti sem eru að ganga í gegn um hörmungar sem ég held að við hér á Íslandi eigum erfitt með að ímynda okkur hvernig eru.

Edda Karlsdóttir (IP-tala skráð) 19.1.2010 kl. 07:36

4 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Það er hvorki guð né ''andstæðingur'' hans, sem er þá víst djöfullinn, sem veldur jarðskjálftum. Það eru bara náttúrulegir kraftar, eðli jarðskopunnar. Það er hins  vegar fátækt Haitibúa sem veldur því hve illa þeir eru í stakk búnir að mæta afleiðingum svona skjálfta. Heldur svo einhver að bænir hér uppi á Íslandi breyti einhverju til eða frá með hörmungar Hahiti. Ef menn halda að svo sé með hvaða rökum þá?

Sigurður Þór Guðjónsson, 19.1.2010 kl. 11:33

5 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Orka hugans er afar sterk og það skiptir afar miklu máli fyrir hvert okkar, hvernig við hugsum. Á það ekki síst við okkur sjálf, en er líka mikill áhrifavaldur ef hópar fóks hugsa til einhvers á sama tíma og með sama hætti. Það þjónar engum tilgangi að karpa hér um trú okkar, hver hefur sína trú eða trúleysi eftir atvikum. Jákvæð hugsun er afar mikilvæg fyrir okkur öll og að hafa von.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 19.1.2010 kl. 22:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband