Fróðlegur þáttur, „Í vikulokin"

Í morgun hlustaði ég á þáttinn „Í vikulokin".  Í þessum þætti fara fram klukkustundar langar umræður um þjóðmál líðandi stundar.  Óneitanlega er misjafnt, hvernig til tekst.  En að þessu sinni var bæði skemmtilegt og fróðlegt, að hlusta á þáttinn.  Þar voru mættir til leiks þrír fyrrverandi alþingismenn, þau Guðrún Ögmundsdóttir, Björn Bjarnason og Guðni Ágústsson.

Þegar stjórnmálamenn, sem enn sitja á þingi eða í sveitarstjórn koma saman í útvarpi eða sjónvarpi, fara umræðurnar oftar en ekki út í innihaldslaust karp og jafnvel skítkast.  Virðingin fyrir lýðræðinu fer veg allrar veraldar.  En nú brá öðru vísi við; þessir fyrrverandi þingmenn ræddu málefni líðandi stundar af hógværð og yfirvegun.  Ég segi kannske ekki, að þeir hafi verið öðrum þrætugjarnari, meðan þeir sátu á Alþingi.  Eigi að síður vöknuðu þeir þankar í mínum kolli, hvort virk þátttaka í stjórnmálum spillti mönnum, gerði þá þrasgjarna og ómálefnalega.  Það er skaði, ef svo er komið og dulítillar umhugsunar vert.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband