13.1.2010 | 23:25
L.Í.Ú. hótar að kalla flotann í land
Sennilega hefði útrásarruglið aldrei orðið að veruleika, nema vegna þeirrar gífurlegu auðsöfnunar, sem kvótakerfið í sjávarútvegi orsakaði. Og það má ríkisstjórnin eiga, þótt mislagðar séu henni hendur að ýmsu leyti, að hún hefur uppi áætlanir um leiðréttingu á þeirri hringavitleysu. Sumum þykir hún að vísu stíga full varlega til jarðar í þessum efnum. En aðgát kemur aldrei að sök.
Greinilegt er, að kvótakóngarnir, sem ráða L.Í.Ú. sætta sig ekki við minnstu leiðréttingu á þessu mesta misrétti í sögu þjóðarinnar. Nú hóta þeir, að kalla fiskveiðiflotann í land, verði ekki farið að þeirra vilja. Vilji meirihluta þjóðkjörins Alþingis kemur þessum herramönnum ekkert við.
Skyldi maður kannast við tóninn?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Eitt svar við þessu.Hjá Þeim, sem það gera verður fyrning 100%,en hinir sem halda sig efnið 5%.
Ingvi Rúnar Einarsson, 14.1.2010 kl. 00:29
Hárrétt hjá þér Ingvi. Svo verða skipin sem kölluð verða í land,einfaldlega send á sjó strax aftur,af hinum réttu eigendum.
julíus Kristjánsson (IP-tala skráð) 14.1.2010 kl. 18:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.