9.1.2010 | 21:02
Verðfall á skoðunum Bjarna Ben.
Litlir menn hafa ekki efni á stórum ákvörðunum. Þetta veit Bjarni Ben. formaður Sjálfstæðisflokksins. Því hefur hann ákveðið, að skipta um skoðun varðandi þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave, jafn ört og aðrir skipta um sokka, en sem kunnugt er, falla skoðanir í verði, eftir því, sem oftar er um þær skipt án breyttra forsenda. Fyrst lagði hann til, að þjóðaratkvæðagreiðsla færi fram um Icesave. Þegar sú tillaga var feld á Alþingi og forseti neitað að skrifa undir lögin, sem samþykkt voru um Icesave, lagði hann til, að leitað yrði leiða, til að komast hjá þjóðaratkvæðagreiðslu.
Það skyldi þó ekki vera, að ég fylgist ekki nógu vel með því, sem gerist á Alþingi? Ég hef að minnsta kosti aldrei heyrt því fleygt, að umræddur B.B. hafi stigið þar í pontu á þriðja glasi.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:36 | Facebook
Athugasemdir
Vindhanastjórnmál þurfa ekki að tengjast áfengis misnotkun. Ég þekki persónulega mann sem fyrir allnokkrum árum vann að prófkjöri fyrir Alþýðuflokkinn á haustmánuðum, tók þátt í að stofna Þjóðarflokkinn um miðjann vetur og vann svo fyrir Borgarflokkinn um vorið. Svo veit ég um annann sem var orðaður við eitt framboð (man ekki nafnið), var kominn í lið með Bjarna Harðarsyni eftir hádegi (samkv fréttum) og falaðist eftir sæti hjá Samfylkingunni í NV kjördæmi um ellefu leitið um kvöldið.
Snúningur B. B. nú undanfarið gæti verið háður vindátt í Hádegismóunum undanfarna mánuði. Aðrar skýringar veit ég ekki um.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 10.1.2010 kl. 00:32
Þetta er nú meiri dellan. Bjarni Ben hefur ekkert skipt um skoðun hvað varðar þjóðaratkvæðagreiðslu þó hann hafi sagt að hann styðji þverpólitíska samninganefnd. Það er hægt að gera hvoru tveggja - enda verður að semja í málinu - en ekki með svona samningum eins og fyrir liggja - það er kjarni málsins.
Þeir aðilar sem búnir eru að klúðra tveim samningstækifærum - geta ekki leitt þriðju viðræðurnar.
Þess vegna þarf þverpólitíska samninganefnd - sem tekur við samningumboðinu - fer í viðræður - og svo þróast þetta - og við vinnum á með tímanum...
Kristinn Pétursson, 10.1.2010 kl. 09:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.