7.1.2010 | 17:45
Ingibjörg Sólrún í Fréttablaðinu
Vert er að gefa gaum grein Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur í Fréttablaðinu í dag. Þar hvetur hún til sátta um lausn Icesave-deilunnar og samheldni þjóðarinnar í því máli.
Um sátt og samlyndi þjóðarinnar varðandi hrunið og afleiðingar þess, verður þó aldrei að ræða, fyrr en lögum hefur verið komið yfir helstu glæpamenn þjóðarinnar og þá stjórnmálamenn, sem gerðu þeim kleyft, að stunda sína skuggalegu iðju. Þar til það verður gert, er allt stjórnkerfi landsins ómerkt og að engu hafandi.
Ástæða er til að óttast, að verði ekkert að gert í þessum málum, muni lögleysa og hnefaréttur götunnar fyrr en varir vaða uppi. Hvernig getur nokkrum lifandi manni dottið í hug, að þjóðin sætti sig við það, að kúlulánaliðið raði sér á jötuna í fjármálakerfi landsins og Björgólfur Thor fái opinbera fyrirgreiðslu til stórframkvæmda í landinu?
Grein Ingibjargar Sólrúnar í Fréttablaðinu í dag, bendir til meiri hógværðar, en hún sýndi, þegar hún var virk í stjórnmálum. Það ber að meta að verðleikum. Eigi að síður er til lítils, að fjalla um stjórnmál án samhengis við vaxandi vantrú almennings á öllu því, sem að þeim lýtur.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Væri ekki best að að hún og aðrir pólitíkusar hætti að skipta sér af þessum ICESAVE máli og láti okkur hin um að leysa það ?
Er ekki ,,OKKAR" tími komin til að leysa þetta mál ?
Við byrjum á því að sækja ICESAVE liðið og láta það borga það sem það á í peningum. Sennilega fáum við einhverja hundruði milljarða hjá þeim. Eftir þá aðgerð getum sest niður og athugað hvað við gerum .
JR (IP-tala skráð) 7.1.2010 kl. 23:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.