Nú þarf að beita 11. grein stjórnarskrárinnar

Forseti Íslands hefur sem kunnugt er, kosið að túlka 26. grein stjórnarskrárinnar á þann veg, að jafnvel sé hægt að skjóta milliríkjasamningum, sem þess utan varða fjárhagslegar skuldbindingar ríkisins, undir atkvæði þjóðarinnar.  Sú túlkun hans hlýtur að teljast harla vafasöm, svo vægt sé til orða tekið. 

Í raun er forsetinn að innleiða stjórnkerfi, sem þjóðin hefur aldrei samþykkt, þ.e.a.s. einskonar sambland af þingræði og forsetaræði.  Þetta er undarlegt í ljósi þess, að flestir landsmenn telja brýna þörf á styrkingu þingræðis.

Alþingi hefur illa staðið í lappirnar gagnvart framkvæmdavaldinu.  Vilji það reka af sér slyðruorðið, ætti það að svara nýjasta sviðsverki Ólafs Ragnars Grímssonar með beitingu 11. greinar stjórnarskrárinnar, en þar segir m.a.:

„Forseti verður leystur frá embætti, áður en kjörtíma hans er lokið, ef það er samþykkt með meirihluta atkvæða við þjóðaratkvæðagreiðslu, sem til er stofnað að kröfu Alþingis, enda hafi hún hlotið fylgi 3/4 hluta þingmanna".

Þingræðið er hornsteinn þess lýðræðis, sem þróast hefur á Íslandi frá endurreisn Alþingis 1845.  Þjóðinni er fyrir bestu að efla það.  Þess vegna verður hún að losna við núverandi forseta lýðveldisins.  Leiðin til þess, lggur í gegnum 11. grein stjórnarskrárinnar.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband