5.1.2010 | 18:54
Óheillakrákuna burt frá Bessastöðum
Ísland er þingræðisríki. Það er Alþingis að setja þjóðinni lög, innan þeirra takmarka, sem stjórnarskráin setur. Þetta er öllum ljóst, nema forseta Íslands og fjórðungi kjósenda, sem í hugsunarleysi og vanþekkingu á eðli stjórnkerfisins, hvöttu forsetann til að synja undirskrift á lögum þingsins um Icesave. Málskotsréttur 26. greinar stjórnarskrárinnar breytir hér engu um. Hann er arfleifð neiturnarvalds konungs. Þetta var einmitt eitt þeirra atriða, sem til stóð, að endurskoða eftir lýðveldisstofnunina 1944, sem aldrei varð, illu heilli.
Sú óheillakráka, sem nú krunkar á burst Bessastaða, hefur margt að fela. Árum saman blakaði hún vængjum í þjónustu þeirra, er leitt hafa þjóðina í þá óheillastöðu, sem hún nú er í. Og hvar er betra að dylja eigin skömm en í ringulreið og óvissu?
Traust Íslands er þegar að engu orðið; hver semur við ríki, sem leggur það undir þjóðaratkvæði, hvort standa beri við alþjóðlegar skuldbindingar? Staðreyndin er sú, að það voru lýðræðislega kjörin stjórnvöld þessa lands, sem gáfu útrásarhyskinu lausan tauminn og drógu tennurnar úr opinberu eftirliti með gjörðum þess. Þess gjöldum við nú og munum gjalda af enn meiri hörku nú, þegar Ólafur Ragnar Grímsson hefur endanlega gleymt því, að hann er ekki miðalda fursti af Guðs náð, heldur lýðræðislega kjörinn forseti í landi, þar sem þingræði ríkir.
Það verður að koma slíkri fuglahræðu fyrir á Bessastöðum, að óheillakrákan, sem þar krunkar á burst hefji sína svörtu vængi til flugs og hverfi út í hafsauga.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
One way ticket to India.
Sigurður Sveinsson, 6.1.2010 kl. 07:51
Ekki lagast ástandið núna.
Hörður Halldórsson, 6.1.2010 kl. 08:55
Það sem er fyndið við þetta er að fari fram þjóðaratkvæðagreiðsla einsog stefnir í þá veltur framtíð ÓGR á niðurstöðunni. Hann fer aftur í framboð ef frumvarpið verður fellt. Ef það héldi gildi sínu væri hann ekki eins öruggur með sig.
Gísli Ingvarsson, 6.1.2010 kl. 15:16
Þegar fólkið í landinu hefur verið heilaþvegið af miðlúngs góðum þingmönnum og blaðamönnum í áratugi þá er ekki von á góðu ,akurinn er greinilega með illgresi sem verður að hreinsa, ágætt er að keyra skít í akurinn sem nóg er til af í blessaða landinu okkar ,garðyrkjuvinnan er hafinn henni var startað af Forseta þessa lands ,hann er sjálfsagt á góðu búi.
Ásgeir Jóhann Bragason (IP-tala skráð) 6.1.2010 kl. 16:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.