4.1.2010 | 14:52
Er Þjóðarbókhlaðn skólabókasafn?
Þegar Landsbókasafnið og Háskólabókasafnið voru á sínum tíma sett undir sama þakið í Þjóðarbókhlöðunni, óttuðust ýmsir, að með tímanum tæki Háskólabókasafnið þar öll ráð í sínar hendur, þannig að úr yrði venjulegt háskólabókasafn. Þetta virðist að nokkru hafa gengið eftir. Þannig er Þjóðarbókhlaðan t.d. lokuð í dag og tengist það væntanlega því, að háskólarnir hafa ekki enn tekið til starfa eftir jólafrí.
Þetta er óviðunandi ástand. Vitanlega þurfa háskólastofnanir á góðu bókasafni að halda. En Þjóðarbókhlaðan á að vera annað og meira en skólabókasafn. Þarna eru ekki aðeins varðveittar bækur, heldur einnig skjöl, fræðimönnum og öðrum til aflestrar.
Satt best að segja, hvarflaði það ekki að mér, að opinber söfn væru lokuð í dag, nema þá ef finnast skyldi sérhæft safn, sem t.d. væri ætlað að varðveita tappa af gömlum gosflöskum eða sýnishorn af skóreimum. En Þjóðarbókhlaðan; nei þökk.
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Sammalid! Bad enough Haskolabokasafn is closed today! Talk about easing back into the work week.
Lissy (IP-tala skráð) 4.1.2010 kl. 15:06
Ég er eiginlega sammála þér. Mér hefur alltaf fundist safnið vera meira Háskólabókasafn en bókasafn þjóðarinnar. Auk þess fannst það alltaf grátleg ákvörðun að leggja Landsbókasafnið við Hverfisgötuna niður. Hún var skiljanleg í ljósi þess að eitt stórt safn er betri rekstrareining en tvö, en húsið var virkilega fallegt og viss ljómi að koma inn í lestrarsalinn og "anda" að sér andrúmsloft sögunnar.
H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 4.1.2010 kl. 17:32
Hér getur þú glöggvað þig á afgreiðslutímum bókhlöðunnar yfir hátíðarnar:
http://landsbokasafn.is/index.php/news/158/15/Afgreidslutimar-yfir-hatidarnar
reynir (IP-tala skráð) 4.1.2010 kl. 22:08
Ég bloggaði einu sinni á svipuðum nótum og og fékk komment frá Óla Gneista sem hélt því fram að safnið væri fyrst og fremst fyrir háskólastúdenta.
Sigurður Þór Guðjónsson, 4.1.2010 kl. 23:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.