Færsluflokkur: Sjónvarp

Hörður Torfa. og rauði fáninn

Í morgun var Hörður Torfason mættur við Seðlabankann ásamt fleirum.  Var tilgangur hópsins sá, að koma í veg fyrir að bankastjórar bankans kæmust til vinnu sinnar.  Allt í lagi með það.  Hitt þótt mér lakara, að Hörður veifaði þarna rauðum fána í sovétskum stíl, með stjörnu að hætti Leníns og Stalíns, en í staðinn fyrir hamar og sigð, gaf að líta pönnu og sleif á miðjum fánanum.

Ég hef sjáfur tekið þátt í mótmælaaðgerðum á Austurvelli og taldi þær nauðsynlegar, til að koma fyrri ríkisstjórn í skilning um, að þjóðin æskti fjarveru hennar.  En ég gat ekki betur séð, en fólkið þarna á Austurvelli væri að krefjast frelsis, ekki helsis.  Væri nú ekki ráð, að Hörður Torfason gætti þessa, áður en hann veitir sjálfum sér Lenínorðuna?


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband