Færsluflokkur: Umhverfismál
16.10.2009 | 22:20
Sauðfé á beit í þéttbýli
Hún er snjöll hugmyndin, sem umhverfisfulltrúi Ísafjarðarbæjar reifaði í fréttum Ríkissjónvarpsins í kvöld. Hugmyndin er sú, að nýta grasi gróin svæði í bæjarfélaginu sem beitiland fyrir sauðfé.
Þetta gera Færeyingar, m.a. í Þórshöfn og er af þessu bæjarprýði. Vonandi verður hugmyndin að veruleika á Ísafirði og víðar um landið. Hvers vegna ekki að nýta hluta Arnarhóls sem beitiland? Og hvað með syðri hluta Austurvallar, a.m.k. suðaustur hornið? Já, og Ráðhústorgið á Akureyri, þar þyrfti ekki einu sinna að girða, önnur eins röð og regla og þar ríkir.
Loksins gæti baráttumál Þórs Vigfússonar frá borgarstjórnarkosningunum 1978 um geitur og kindur í húsagörðum orðið að veruleika.