Dapurlegt dæmi um öfga

Nýlega las ég lesendabréf í sænska dagblaðinu Dagens Nyheter.  Bréfið er skrifað sameiginelga af fulltrúa sænsku þjóðkirkjunnar og fulltrúa húmanistahreyfingarinnar þar í landi.  Tilefni bréfsins er, að guðfræðiprofessor við háskólann í Lundi bauð sig fram til rektors.  Væri það ekki í frásögur færandi, nema fyrir þá sök, að upp risu öfgafullir trúleysingjar og tölda það af og frá, að kristinn guðfræðingur yrði háskólarektor í Lundi, enda væri þar um að ræða gróflega mismunun á trúarhópum, að nú ekki sé talað um, milli trúaðra og trúleysingja. 

Ánægjulegt var að sjá, hvernig þjóðkirkjumaðurinn og húmanistinn sameinuðust í þeirri afstöðu sinni, að hafna slíkum öfgum.  Hitt er með ólíkindum, að nokkrum manni skuli detta það í hug, að guðfræðingur sé ófær um að gegna rektorsstöðu, á þessujm forsendum. Mætti þá ekki allt eins segja það sama, um menntamenn í öllum húmanískum greinum?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Sammála. Ef guðfræðiprófessor væri talinn vera vanhæfur eftir alm. sjónarmiðum að gegna rektorsstöðu þá ættu allir að vera eftir sömu rökum vanhæfir.

Kveðjur

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 6.12.2008 kl. 13:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband