4.12.2008 | 21:34
Útvarpsstjóri sér að sér - þökk sé honum
Það er virðingarvert, þegar mönnum verður það á, að gera vitleysu en sjá að sér og koma hlutunum aftur til betri vegar. Þetta hefur útvarpsstjóri nú gert, með því að tilkynna, að hætt hafi verið við lokun svæðisútvarpsins á Akureyri, Ísafirði og Egilsstöðum. Páll Magnússon útvarpsstjóri stækkar við þetta í mínum augum. Hinu er ekki að neita, að enn mætti hann auka við hæðina, t.d. með því að endurvekja svæðisútvarpið á Selfossi.
Ótilneyddur hlusta ég aldrei á aðra útvarpsstöð en RÁS I. Ég er því ekki dómbær á RÁS II. Hins vegar er óhljóðunum úr hinum s.k. frjálsu útvarpsstöðvum stundm þröngvað upp á mig þar sem ég er staddur. Og frjálsar eru þær, ekki vantar það. Þær eru fullkomlega frjálsar frá allri mannlegri vitglóru. Reyndar finnst mér stundum það sama gilda um Ríkissjónvarpið. En það er önnur saga, sem síðar verður vikið að.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég er sammála því að þeta sé virðingarvert af Páli en engu að síður finnst mér hann hafa brugðist trausti okkar sem útvarpsstjóri og ætti að segja af sér. Ég er líka sammála greiningu þinni á hinum mismunandi rásum, nr. 1 er þar numero uno! En nr. 2 er þó líkleg til þess að laða að ungt fólk og þar er þó altént leikin íslensk dægurtónlist sem ku ekki heyrast á hinum "frjálsu" stöðvum. Reyndar fullyrði ég að eina frjálsa stöðin sé Ríkisútvarpið. Annars vísa ég á mitt eigið blogg!
Þorgrímur Gestsson, 5.12.2008 kl. 12:09
Jú, Þorgrímur, ég get alveg tekið undir það, að Páll mætti taka pokann sinn.
Kveðja,
Pjetur Hafstein Lárusson, 5.12.2008 kl. 17:31
Það er óviðunandi hógærð af okkur Sunnlendingum að sitja þegjandi undir því að aðrir landsfjórðunar hafi svæðisútvarp en við ekki. Auðvitað á að vera fullgild starfsstöð RÚV á Suðurlandi og helst miðbylgjusendir í hverjum landsfjórðungi vegna öryggissjónarmiða. Menningarlegt sjálfstæði landsbyggðarinnar hvílir á því að þeir eignist sína eigin fjölmiðla. Bkv. Ragnar
Ragnar Geir Brynjólfsson, 5.12.2008 kl. 18:03
Með fjölmiðlum á ég við ljósvakamiðla.
Ragnar Geir Brynjólfsson, 5.12.2008 kl. 18:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.