Þörf á húsaleigumarkaði

Eitt af því, sem skilur að Ísland og nágrannalöndin er það, að hér er ekki til húsaleigumarkaður í venjulegum skilningi þess orðs, öfugt við það, sem gengur og gerist.  Þetta leiðir til þess, að ungt fólk neyðist til að kaupa þak yfir höfuðið, eins þótt það hafi ekki efni á því.  Að öðrum kosti má það búast við því, að þurfa að flytja á hverju ári, jafnvel milli hverfa, þannig að börnin verði jafn oft að skipta um leikskóla og síðar skóla. 

Þetta kerfi hefur löngu gengið sér til húðar og átti raunar aldrei við rök að styðjast.  Nú er tækifæri til að létta á kreppunni, með því að koma upp skipulögðum leigumarkaði, ekki vantar húsnæðið; tóm hús um allar jarðir, þ.á.m. fjölbýlishús.  Það þarf að sjá til þess, að u.þ.b. 30% af íbúum landsins verði gert kleift, að búa í öruggu leiguhúsnæði.  Það yrði ekki aðeins kjarabót fyrir leigjendurna, heldur mundi það einnig halda niðri fasteignaverði til lengri tíma.

Ríkisvaldið getur hleypt þessari stefnu af stokkunum, með því að úthluta sveitafélögum, verkalýðsfélögum, byggingarfélögum og byggingaverktökum hagstæð byggingalán og lán til kaupa á óseljanlegum nýbyggingum, gegn kröfu um stöðuga leigu og örugga búsetu fólks.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrannar Björn Arnarsson

Sæll

Til fróðleiks leyfi ég mér að benda á að núverandi félags- og tryggingamálaráðherra hefur markvisst unnið að eflingu leigumarkaðar síðan hún tók við embætti. Helstu ákvarðanir sem þegar hafa verið teknar á kjörtímabilinu til að byggja undir þessa stefnu eru þessar:

1. Húsaleigubætur voru hækkaðar um nær helming - í fyrsta sinn síðan árið 2000. Frétt um málið má finna hér.

2. Fjárframlög til niðurgreiddra lána vegna fjölgunar félagslegs leiguhúsnæðis hafa verið auknar verulega og munu á næstu 4 árum tryggja 3000 nýjar félagslegar íbúðir, verði þær nýttar til fulls. Frétt um málið fá finna hér.

3. Fjárheimildir Íbúðalánasjóðs til að breyta söluíbúðum í leiguíbúðir voru auknar verulega á þessu ári, um 5 milljarða. Frétt um málið má finna hér.

Auk þessa sem hér er nefnt er unnið með ýmsum öðrum hætti að framgangi þessarar stefnumörkunar ráðherra um að styrkja leigumarkaðinn. Ef svo heldur sem horfir ættum við að sjá raunverulegar breytingar í þá átt á næstu misserum og árum.

Bestu kveðjur,

Hrannar Björn Arnarsson, aðstoðarmaður félags- og tryggingamálaráðherra.

Hrannar Björn Arnarsson, 21.10.2008 kl. 16:12

2 Smámynd: Pjetur Hafstein Lárusson

Blessaður og þakka upplýsingarnar.  Ekki efast ég um góðan hug Jóhönnu, eina jafnaðarmannsins í ríkisstjórninni.  En þetta er mjög viðamikið mál, sem m.a. snýst um hugarfar almennings.

Kveðja,

Pjetur Hafstein Lárusson, 21.10.2008 kl. 20:23

3 Smámynd: Sverrir Einarsson

Glætan að ríkisstjórn muni aðhafast eitthvað sem gæti komið í veg fyrir að fasteignaverð hækki eða standi í stað........er ekki allt í lagi?

Sammála þér að það vantar raunverulegann leigumarkað, þar sem ekki er hætta á að þurfa að flytja fyrirvaralaust, heldur bara borgað sína leigu og vera í öruggu húsnæði samt. Ég vil svoleiðis kerfi þvi ég vil ekki eignast húsnæði.....er ekki orðin svoleiðis sinnaður enn ( það gæti þó breyst hver veit) en meðan svo er þá er ég á hinum ótrygga leigumarkaði, þarf reglulega að láta ættingja vita hvar ég bý það og það árið.

En meðan viðhorfið er að "allir þurfi að eignast þak yfir höfuðið" verður við lýði er lítil hætta á breytingum því miður held ég.

ps hvað er verið að gera með 4 sjoppur í Hveragerði ???

Sverrir Einarsson, 21.10.2008 kl. 20:42

4 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Sæll Pjetur.

Nú ætti aldeilis að vera tækifæri hjá Ríkinu að hrynda einhverju af stað, þar sem bankar eru komnir í eigu ríkisins sem eiga hundruði ef ekki þúsundir íbúða, Ríkið + Ríkisbangar eru með tóm húsnæði útum allt, heilu blokkirnar, og meira að segja splunkunýtt.

En ég hef nú ekki trú á að þessar eignir verði til að létta undir á húsaleigu markaðinum, það þarf miklar hugarfarsbreytingar að eiga sér stað svo svo verði.

En tækifærið er til staðar.

Kv.:

SigfúsSig.

Sigfús Sigurþórsson., 22.10.2008 kl. 23:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband