Sjálfstæðismenn álykta um staðfasta sambúð samkynhneigðra.

Nýafstaðinn landsfundur Sjálfstæðisflokksins samþykkti ályktun þess efnis, að heimila skuli trúfélögum að staðfesta sambúð samkynhneigðra.  Í þessu sambandi hlýtur ein grundvallarspurning að vakna, fyrst af öllum, þ.e.a.s.: Hefur eitthvað trúarsamfélag farið fram á slíka heimild?  Fróðlegt væri að fá svar við þessari spurningu. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Mér finnst einfaldlega asnalegt að það skuli yfirleitt þurfa að ákykta um þessi mál og veita heimildir til trúfélaga að leyfa staðfesta sambúð samkynhneigðra. Er ekki búið að samþykkja lög um að það megi ekki mismuna samkynhneigðum á neinn hátt? Það á ekki  einu sinni að vera umtalsefni ef samkynhneigð pör óska eftir að gifta sig í kirkju. Ef kirkjan neitar að gifta samkynhneigða er hún að brjóta lög það er mín skoðun. 

Margrét St Hafsteinsdóttir, 15.4.2007 kl. 22:13

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það er bara þín skoðun, Margrét. Samkvæmt lögum kirkjunnar, sem fólgin eru í Heilagri Ritningu, hefur hún enga heimild til að "gifta samkynhneigða" saman né blessa sambúð þeirra, því að skv. sömu Heilögu Ritningu eru samfarir þeirra alvarleg synd. Ályktun landsfundarins um þessa "heimild" er (ef henni verður hrint í framkvæmd á Alþingi) frekleg íhlutun veraldlega valdsins í innri málefni kirkjunnar.

Jón Valur Jensson, 15.4.2007 kl. 22:24

3 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Gat skeð að Jón Valur væri mættur þar sem eitthvað er fjallað um málefni samkynhneigðra. Eins og hann sé með þá á heilanum.   Fáránlegt að stofnun eins og kirkja sem segist vera með Guði í liði fá að komast upp með það að mismuna fólki og þar að auki ríkiskirkja. Það breytir engu hvað Biblían segir um samkynhneigða í einhverjum ritningum. Það er margt miður fallegt í Biblíunni. Kirkjan á að hlýða lögum landsins eins og allir aðrir þurfa að gera.

Margrét St Hafsteinsdóttir, 15.4.2007 kl. 22:34

4 Smámynd: Haukur Viðar

Ég er ansi hræddur um að landslög vegi þyngra en lög kirkjunnar.

Haukur Viðar, 15.4.2007 kl. 23:33

5 Smámynd: Viðar Eggertsson

Mér finnst grundvallarhugmynd sjálfstæðisflokksins röng. Löggilding hjónabands gagnkynhneigðra sem samkynhneigðra á ekki að vera í höndum trúfélaga. Þetta er lögformlegur gjörningur sem á að vera framkvæmdur af til þess bærum lögaðilum, t.d. sýslumönnum. Síðan mega kirkjudeildir ráða (og rífast um) hvort þær blessi hjónabönd fólks í sínum söfnuðum.

Það er athyglisvert hvað Jón Valur hefur ástríðufullan áhuga á málefnum samkynhneigðra...!

Viðar Eggertsson, 16.4.2007 kl. 09:35

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hér geta nú kristnir menn séð, að þeir fulltrúar veraldarhyggjunnar, sem hér hafa talað (Margrét hin herskáa og 27 ára piltur), líta á það sem sjálfsagt og eðlilegt, að ríkisvaldið knýi kirkjuna til að ganga þvert á móti því, sem henni ber siðferðisleg skylda til samkvæmt orðum frelsara okkar og postula hans.

Árið 1253 var það ákveðið á Alþingi, að þar sem í milli bæri milli Guðs laga og landslaga, skyldu Guðs lög ráða. Veraldarhyggjan vill snúa þessu á haus, rétt eins og hún gerði í Sovétinu og í Hitlers-Þýzkalandi og gerir enn í Kína og Norður-Kóreru. Hvenær öðlaðist Alþingi óskeikulleika í siðferðisefnum?, úr því að Margrét og Haukur Viðar Alfreðsson viðurkenna greinilega ekki, að það hafi verið á 13. öld. Var það kannski þegar það samþykkti einum rómi 17. marz sl. að leyfa vændi sem "nýja atvinnugrein á Íslandi" (eins og miðborgarprestur Dómkirkjunnar kallar það í Morgunblaðsgrein í gær)? Eða var það þegar sama Alþingi samþykkti þau fósturdeyðingalög, sem komið hafa um 22.000 ófæddum í dauðann frá 1975?

Það er frumregla í allri kristinni siðfræði frá upphafi, að framar ber að hlýða Guði en mönnum (Post. 5.29, sbr. 4.19). Því hafa margir kristnir menn óhlýðnazt yfirvöldunum í nær 20 aldir; "borgaraleg óhlýðni" hófst ekki á dögum þeirra góðu manna Gandhis eða Martins Luthers King. Allt eins og hjá þeim eða hjá Scholl-systkinunum í München á dögum Hitlers hafa kristnir menn um aldir ótal-oft þurft að gjalda þess með blóði sínu, að þeir tóku skyldu sína alvarlega að óhlýðnast ranglátum lögum og stjórnvaldsaðgerðum yfirvalda. Sama óhlýðni, þótt hún kosti einskis manns blóð, á að gilda í þessum málum, ef ríkisvaldið reynir að nota kirkjuna sem skóþurrku sína eða til að ganga gegn lögum Guðs í heilagri Ritningu.

Lokalína Viðars Eggertssonar er merkilega kjánalegt svar við innleggi mínu frá í gær -- og auðvitað ekkert svar í sjálfu sér. Rökfræðin kallar þetta "vankunnáttu í mótmælum".

Jón Valur Jensson, 16.4.2007 kl. 15:16

7 Smámynd: Viðar Eggertsson

Jón Valur kastar úr glerhúsi. Hann talar eins og hann hafi einn vit og þekkingu. Lokalínan í athugasemd minni hér áðan á fullan rétt á sér. Hroki Jóns Vals breytir þar engu um.

Það er þekkt úr sálfræðinni að þegar menn eru með eitthvað á heilanum þá er það allrar athygli vert hvað í raun knýr þá til slíkrar áráttu. Ef hómófóbía er skoðuð kemur ýmislegt í ljós. Í ágætu leikriti segir ein persóna: Hann afi á Hverfisgötunni talaði aldrei meira um það hvað hann langaði lítið í brennivín, en daginn áður en hann datt í það!

Hinu svarar Jón Valur ekki, sem er að hjónaband er gjörningur sem ætti að taka úr höndum trúfélaga. Það er þjóðfélagslegur gjörningur að gefa fólk saman í hjónaband, trúfélaga ætti bara að vera það hlutverk að blessa það frammi fyrir guði sínum ef þeirt vilja. Það er kirkjunnar hlutverk og hún ræður hvort hún gerir það ei eða ekki. Hin lögformlegi gjörningur á ekki að vera í höndum kirkjunnar manna, hvorki Jóns Vals né annara.

Viðar Eggertsson, 16.4.2007 kl. 15:30

8 Smámynd: Jón Valur Jensson

Fyrri klausa Viðars í þessu innleggi er öll á persónulega sviðinu. Ég læt hann einn um það eðjukast sitt.

Seinni klausan snertir mál, sem hægt er að ræða málefnalega, enda hefur það verið gert, ekki sízt í samkynhneigðraumræðunni. Ég bíð með að tjá mig hér um það mál; hef öðru að sinna þessa stundina.

Jón Valur Jensson, 16.4.2007 kl. 15:36

9 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Ég verð að blanda mér í þessa umræðu. Talað hefur verið um í fyrr athugasemdum að búið sé að samþykkja að mismuna ekki samkynhneigðum og því sé þetta óþarfi. Ég skal alveg játa það að ég er mjög ánægð fyrir þeirra hönd að fá nú að ættleiða, fara í tæknifrjóvgun og að staðfesta samvist, skv. lögum um staðfesta samvist og eru það sýslumenn eða löglærðir fulltrúar sem staðfesta samvistina. En í hjúskaparlögum segir:

1. gr.

Lög þessi gilda um hjúskap karls og konu. Þau taka ekki til óvígðrar sambúðar.

Sem sé skv. hjúskaparlögum er ekki hægt að gefa saman samkynhneigð hjón. Verið er að tala um að breyta hjúskaparlögum, sem gæfi prestum og forstöðumönnum skráðra trúfélaga heimild til að gifta samkynhneigða. Ekki verið að hlutast til um innri málefni skráðra trúfélaga í landinu, þau geta algjörlega ráðið því sjálf, hvort þau gifta eða ekki, en hjónavígslan verður þá lögleg skv. hjúskaparlögum.

Herdís Sigurjónsdóttir, 16.4.2007 kl. 22:07

10 Smámynd: Viðar Eggertsson

Takk fyrir þetta Herdís. Eins og málum er háttað vegna andstöðu kirkjunnar á að gefa saman samkynhneigð pör, tel ég réttast að trúfélög sjái ekki um þann gjörning. Enda engin ástæða til að blandaa trú inn í löggildingu hjónabands. Hjúskaparlögum þyrfti að breyta svo þetta yrði - þeas að allir giftast lögformlegri giftingu hjá veraldlegu yfirvaldi. Trúfélög gætu síðan blessað hjónabönd hverskyns fólks eftir því sem þau vilja.

Viðar Eggertsson, 16.4.2007 kl. 22:20

11 Smámynd: Haukur Viðar

Heldur þykir mér Jón Valur gera lítið úr aldri mínum, þó hann segi það máske ekki með orðum. En það er svo sem ágætt. Sjálfur finnst mér ég hundgamall.

Haukur Viðar, 16.4.2007 kl. 23:14

12 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þú lítur út fyrir það á myndinni, Haukur minn. En ég vara menn við því að telja innlegg þín elliglöp!

Jón Valur Jensson, 17.4.2007 kl. 14:20

13 Smámynd: Viðar Eggertsson

Það væri nú líka gaman ef Jón myndi hafa nýrri mynd af sér og þá sæist hvað hvernig hann lítur út í raun og veru - og kemur þá ýmislegt í ljós :)

Viðar Eggertsson, 17.4.2007 kl. 15:59

14 identicon

Á meðan þjóðkirkjan er ríkisstofnun þá verður hún að gifta samkynhneigða, no questions asked.

Svona er það að standa ekki á eigin fótum.

 Fáránlegt að segja að einhver tugga í biblíunni sé æðri landslögum.

Það er árið 2007 Jón ekki 1307

DoctorE (IP-tala skráð) 17.4.2007 kl. 15:59

15 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þjóðkirkjan er ekki ríkisstofnun, þessi "DoctorE" talaði út frá vanþekkingu sinni.

Jón Valur Jensson, 22.4.2007 kl. 22:16

16 identicon

Jón víst er þetta ríkisstofnun og sem slík hefur hún orðið eins og gömul sovésk rykfallin og stöðnuð stofnun sem þjónar engu nema sjálfri sér.

Tek nú ekkert mark á orðum þínum þar sem þú virðist sækjast í að komast í tóma kirkju með áskrift af launum þar sem þú getur útdeilt fordómum þínum gegn öllum sem eru ekki eins og þú, nota bene í nafni Jesú sem er ekkert nema guðlast hjá þér gói minn..... mundu orðið kærleikur áður en þú útdeilir fordómum.

DoctorE (IP-tala skráð) 25.4.2007 kl. 14:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband