Klámþing á Íslandi?

Er í lagi, að halda klámþing á Íslandi?  Það finnst þeim í klámbransanum a.m.k.  En erum við Íslendingar sammála?  Vonandi ekki.  Klám er ekki aðeins lágkúrulegt fyrirbæri í sjálfu sér; í skjóli þess þrífast eiturlyfjaviðskipti og þrælasala.  Það er með öðrum orðum hluti mjög alvarlegrar alþjóðlegrar glæpastarfsemi, sem vissulega teygir anga sína hingað til lands.  Þannig eru t.d. ekki nema nokkrir dagar síðan austurríska lögreglan kom upp um alþjóðlegan barnaklámhring á netinu og reyndust þrír Íslendingar aðilar að því. 

Femínistar hafa bent á að þetta þing, með viðeigandi klámmyndatöku, verði haldið á alþjóðadegi kvenna, 8. mars.  Vissulega er það frekar nöturleg tilviljun.  Þó er það að mínu mati ekkert aðalatriði; klám er jafn slæmt, hvaða dag ársins sem það fer fram, auk þess, sem konur eru ekki einu fórnarlömbin.  Það svertir alla, sem nálægt því koma.

Klám er bannað samkvæmt íslenskum lögum.  Vonandi verða yfirvöld þess minnug um leið og klámliðið lætur sjá sig á flugvellinum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Heill og sæll, Pjetur minn. Ég er alveg sammála þér um þetta mál, gott að þú vekur athygli á því. Og setning þín: "Klám er bannað samkvæmt íslenskum lögum," er athyglisverð staðreynd -- þetta er enn svo, þótt ýmsir hafi lengi staðið í því að þrengja hugtakið "klám", en tilgangur og tilburðir þessara ráðstefnuhaldara bera það með sér, að þeir eigi hingað ekkert erindi, miðað við anda laganna. Til hvers eru lög, ef ekki á að beita þeim?

Jón Valur Jensson, 16.2.2007 kl. 12:33

2 identicon

Þetta er bull hjá þér, auðvitað á þetta fólk innkomu hér.  Er algerlega mótfallin ýmsum reglugerðum og lögum um þetta mál. Menn eins og Jón Valur eiga ekki að vera að setja sig í dómarasæti við slíkt. Það er hvergi í lögum að þetta fólk geti heimsótt okkur. Tökum á móti því og lánum því barasta nærbuxur.

Binni athugasemdaglaði (IP-tala skráð) 16.2.2007 kl. 12:58

3 identicon

Mér þykir það slæmt að fólk skuli búa til vandamál úr engu þegar nóg er af þeim fyrir. Helst ber þar að nefna barnaklám og eiturlyfjanotkun sem þú tengir á frekar hæpinn hátt við þetta fólk. Á íslenska þjóðin að fara að dæma um það hverjir eru nógu góðir inní sér til að koma í heimsókn? Hvar á að draga línuna? Hver fær að ákveða hvar á að draga línuna? 

Tommi (IP-tala skráð) 16.2.2007 kl. 14:38

4 Smámynd: Pjetur Hafstein Lárusson

Í þessum efnum verður hver að treysta á eigin siðferðisvitund. 

Pjetur Hafstein Lárusson, 16.2.2007 kl. 16:38

5 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Binni og Tommi. Orðabókin segir að orðið KLÁM þýið: 1 grófgert, illa unnið verk  2 gróft orð,klúryrði (einkum um kynferðismál eða kynfæri) - málfar, mynd eða annað sem beinir athyglinni að kynlífi eða kynfærum á nauðsynjar í listrænu samhengi, fræðslu e.þ.h. (skammstöfunin hér undan þýðir EÐA ÞESS HÁTTAR)

Tvær setnigar frá ykkur herramenn hnaut ég um, sú fyrri er frá Binna: Er algerlega mótfallin ýmsum reglugerðum og lögum um þetta mál.

Eitt svar til umhugsunar, KLÁM er bannað samkvæmt lögum á Íslandi.

Sú seinni er frá Tomma:Helst ber þar að nefna barnaklám og eiturlyfjanotkun sem þú tengir á frekar hæpinn hátt við þetta fólk.

Staðreyndin er sú samkvæmt öllum rannsóknum sem gerðar hafa verið á klámi og klámvæðingu sama hvað þér finnst það líta sakleysislega út, að það er tengt miklu stærra neti sem stundar hryðjuverk (nýja orðið yfir þetta frá Alþingi) á borð við mansal, barnavændi og síðast en ekki síst eyturlyfjasölu.

Binni og Tommi, ekki veit ég hvaða aldur þið berið og vonandi eru þið ekki orðnir pabbar, en þegar þið verðið það þá hugsið um dætur ykkar, því ef ekki nú sem við spyrnum við ógeðinu sem fylgir kláminu, þá bið ég Guð að hjálpa ykkur.

Eitt enn, þetta hefur ekkert með það að gera að taka ekki á móti fólki eða einstaklingum til landsins (jafnvel þótt það hafi áhuga á klámi) þetta hér fjallar um skipulögð samtök í klámiðnaði sem eru að koma hingað í tugum manna og jafnvel hundruðum til að taka m.a. klámmyndir.

Edda Agnarsdóttir, 16.2.2007 kl. 16:52

6 Smámynd: Júlíus  Garðar Júlíusson

Hjartanlega sammála þér Pétur góð færsla. Eitt er athugavert í umræðum um þessi mál hér í bloggheimum það er að flestir sem eru með þessu eða tjá sig fjálglega á móti þeim sem eru með skynsöm rök á móti málinu skrifas ekki undir fullu nafni..afhverju skyldi það nú vera ?

Júlíus Garðar Júlíusson, 16.2.2007 kl. 17:25

7 identicon

En varla verður fólkinu meinuð innganga í landið. Í hverju viltu þá að  ráðstefnubannið þá að felist? Að þessu fólki verði óheimilt að hittast sín á milli eftir að það verður komið til landsins?  Eða því verði bannað að opna munninn um sín hugðarefni? Eða það verði neitt til að ganga í þykkum ullarsamfestingum allan sólarhringinn? Eða verði sett á liðið skýrlífisbelti strax í Leifsstöð? Má ég semsagt biðja þig um að skýra hvernig á að meina þessu fólki að þinga um klám. Því svo mikið er víst að engar forsendur finnast fyrir því að meina þessu fólki landgöngu. En þetta mál er ansi líkt áhyggjunum sem við h-fðum af leikfimihópnum gula hér um árið. Því uppáferðir eru jú eins konar leikfimi.

Makalaus (IP-tala skráð) 16.2.2007 kl. 17:29

8 Smámynd: Jón Valur Jensson

Frábært svar hjá þér, Edda. Og Binna get ég sagt, að ég var ekki að dæma neinn mann, heldur snerist innlegg mitt um það, að ráðstefnuhald í þessum tilgangi og með þessum líka tilþrifum sé nokkuð sem íslenzk lög leggi skorður við og það af ærnum ástæðum. Þótt ég taki undir ágæti umferðarlaga t.d., þá er það ekki ég, sem dæmi þá, sem komast í kast við þau.

Ég á hérna ágæta grein eftir Jónínu Bjartmarz og Rannveigu Guðmundsdóttur alþingiskonur, "Klámvæðing og réttur einstaklinga", í Mbl. 15. sept. 2004, og vil t.d. minna á þessi orð þeirra: "Klámi á ekki að vera þröngvað upp á fólk á almannafæri, og stöðva ber þá þróun að klámefni berist einstaklingum án þess að þeir beri sig eftir því. Þetta er kjarni málsins: Klámefni á ekki að blasa hvarvettna við börnum og unglingum eða öðrum sem ekki bera sig sérstaklega eftir því."

Jón Valur Jensson, 16.2.2007 kl. 17:37

9 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Klám, já. En hvað með guðlastið?

Sigurður Þór Guðjónsson, 16.2.2007 kl. 17:38

10 Smámynd: Pjetur Hafstein Lárusson

Siggi minn, að fenginni reynslu, treysti ég þínum guðlega innblæstri.

Pjetur Hafstein Lárusson, 16.2.2007 kl. 18:17

11 Smámynd: Njörður Lárusson

Eh, smá hugleiðing=.....málfrelsi.....tjáningarfrelsi.  Þessi hugtök eru hvor tveggja, og bæði, lögbundin í stjórnarskrá lýðveldisins.   Hvernig ætlið þið elskurnar, að sanna eitthvað saknæmt, eða óviðurkvæmilegt, á þessa annars fyrirlitlegu einstaklinga sem sækja þessa ráðstefnu. 

.

Njörður Lárusson, 16.2.2007 kl. 18:58

12 identicon

Það að hluti klámiðnaðarins tengist barnaklámi, mannsali og fleiru ógeðfelldu í þeim dúr skal engan undra. Hvort að það eigi við um þennan tiltekna hóp skal ég ekki segja til um. Á sama hátt er hægt að finna fataframleiðendur sem stunda barnaþrælkun, o.s.frv. o.s.frv. Það er hins vegar alveg klárt að ekki er hægt að setja allt klám í þennan flokk.

Sem dæmi má nefna að það er þó nokkuð um það á þessu blessaða interneti, að pör myndi sína kynlífsleiki og selji aðgang að því efni á netinu. Ég á erfitt með að sjá fórnarlömb í þeirri stöðu.

Ef sannað þykir að umræddir aðilar misnoti sér eymd fólks þá þykir mér sjálfsagt að meina þeim inngöngu í landið. Einnig finnst mér fullkomlega eðlilegt að banna þeim að framleiða klám hér, enda er það ólöglegt (hvað sem fólki kann að finnast um það). En það eitt að það taki þátt í framleiðslu klámefnis í löndum þar sem það er leyfilegt, finnst mér ekki nægileg rök til að meina þeim að koma til landsins.

Annað sjónarhorn (IP-tala skráð) 16.2.2007 kl. 19:19

13 identicon

Mér stendur stuggur af því hvað fjölmiðlar og bloggarar daðra við klámiðnaðinn og gera honum hátt undir höfði. Myndi einhver gera veður út af því ef leiðtogar Kommúnistaflokks Sovétríkjanna sálugu vildu halda hér fund til að ráða ráðum sínum? Ég geri ekki ráð fyrir því. Auk þess legg ég til að Elliðaárstíflan verði sprengd og uppistöðulóninu Elliðavatni verði komið í upprunalegt horf. Vill það kannski enginn?

Gústaf Níelsson (IP-tala skráð) 16.2.2007 kl. 21:18

14 identicon

Ég sem hélt að það væri í lagi að ráðstefnur,fundi eða hvað það nú heitir til að ræða það sem fólk hefur áhuga á í landi þar sem málfrelsi á að vera í gildi, en það virðist bara gilda um það sem lítur vel út fyrir borgina, ekki hægt að bjóða reykvíkingum upp á að menn sé að ræða svona viðbjóð í þeirra eigin borg, ég veit ekki hvort ég á eftir að sofa þessa daga ef af verður.

hordur (IP-tala skráð) 16.2.2007 kl. 22:05

15 identicon

Það er eins með íslendinga alla daga... ef lesa á grein í bílablaði um bíl á þá að blanda saman dánartíðni og mengun í umfjöllun bílsins eða saumavél í hannyrðablaði, á að blanda inn í umræðuna hversu lengi plast er að eyðast í náttúrinni? Eða á blað með stelpum að blanda umræðu um kynsjúkdóma og aðra óværu í umræðu um vel skapaðan líkama konu! Tökum dæmi...

Talandi um bíla þá er nýji sportarinn frá Dodge (dánartíðni á íslandi í umferðinni er u.þ.b. 10 á hverja 100þ íbúa) þessi guli nokkuð reffilegur og skilar ekki nema um 300 hesöflum (en dánartíðni í danmörku er u.þ.b. 5 á hverja 100þ íbúa) hefur pláss fyrir tvo fullorðna og tvo smærra vaxna í afturæti. Þá má reykspóla upp einum dekkjagangi á ca 15l af 100 oktana benzini (en eitt austurlenkst álver mengar álíka mikið og allar akstursíþróttir í júni 06´) sem kostar 127 kr á líterinn. En gula kagganum er einmitt att í samkepni við nýja sportaran frá Pontiac (verkföll í bílaverksmiðjum í USA hafa kostað bandarískan iðnað hundruði miljóna $ á síðustu öld) Hún notar skálastærð D (hefur fengið lekanda 5sinnum) elskar að ganga í Gstreng (notar 5 kg af meiki á ári) ........ bla bla bla...

Klánmiðnaðurinn sem þú vilt kalla svo heitir á ensku Adult entertainment og ef ekki væri fyrir Adult entertainment og frjálsræði sem ríkir í þeim málum í almennt siðmenntaðri þjóðum en á íslandi, þá værir þú mjög líklega ekki að blogga, þú gætir ábyggilega ekki keypt vörur á netinu og þú gætir örugglega ekki vistað video á netinu, því að allt sem heitir framfarir á netinu er einmitt Adult entertainment að þakka. Þú værir annaðhvort einmanna nöldurseggur út í horni eða værir að prjóna mórauða trefla meðan þú góndir á Flint Flinstone í svarthvítu!

Það að blanda saman barnaklámi, nauðungarvændi, mannsali og jafnvel hörmungum þeim sem amreískir terroristar hafa komið af stað í heiminum og neytt fjölda fólks til að stunda vændi sér til framdráttar MÁ EKKI LÍKJA SAMAN VIÐ strípihneigð, exobishionist og öðrum þeim þörfum fólks af báðum kynjum við að fáánægju af því að láta horfa á sig ríða, fá kikk úr því að láta aðra ríða makanum sínum meðan horft er á og gæti ég lengi talið áfram. Ætlar þú að segja þessu fólki að það sé ábyrgt fyrir því að geymskutlan sprakk í loft upp eða? (þetta síðasta er bara jafn fáranlegt og öll umræðan á íslensku um það fólk sem er að koma til að skemmta sér í einum af sínum reglulegu ferðum sem það fer í og er þessi hópur bara brot af þeim þúsundum sem starfa við Adult entertainment.)

Vissir þú að það er 100% meiri líkur á að þú fáir vírus á tölvuna þína þegar þú þvælist um á leikjasíðum en þeim síðum sem selja adult entertainment. Það er ekki þeim að kenna í bransanum að óprúttnir aðilar setja upp vírusa á tölvuna þína þegar þú getur sjálfum þér um kennt að kunna ekki að vafra um netið á öruggum slóðum en hangir á meðal sorpsins og ráfar um og á þeim slóðum sem IQ þitt gefur tilefni til.

Það að blanda saman Adult entertainment og barnaklámi lýsir best fávisku þess sem það gerir. Rannsóknir sýna að konur eru 30% þeirra sem varfa um og skoða/kaupa adult entertainment á netinu. Engar heimildir gefnar upp, það er þitt að hafa vit á að vafra á réttum stöðum á réttum tíma!


Ég gleymdi að innskrá mig (IP-tala skráð) 17.2.2007 kl. 01:11

16 Smámynd: Kolgrima

Ég er sannfærð um að það sé ekki tilviljun að þingið skuli vera haldið 8. mars á alþjóðadegi kvenna. Svo finnst mér alltaf dálítið fyndið þegar karlar halda að konur langi til að stunda vændi eða vera þátttakendur í klámi! Væri gaman að vita hvenær þeir haldi að sá draumur vakni!

Kolgrima, 19.2.2007 kl. 02:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband