Breiðavík og Byrgið; sök okkar allra

Stjórmálamenn fara nú mikinn vegna Breiðavíkur og Byrgisins.  Þannig vísar forsætisráðherra fórnarlömbunum úr Byrginu á geðdeildir Landspítalans, sem óneitanlega vekur fleiri spurningar en svör.  Er t.d. pláss á þessum geðdeildum fyrir fleiri sjúklinga?  Og er nóg af starfsfólki þar? Og er þess að vænta, að fólk sem hraktist úr Byrginu þegar upp komst um ólánið þar, og er nú í dúndrandi dóprugli, leiti sér aðstoðar að eigin hvötum? 

Össus Skarphéðinsson segir sökudólginn í Byrginu vera Framsóknarflokkinn.  Og það er rétt, svo langt sem það nær.  Auðvitað er ábyrgð þeirra mikil, sem með völdin fara í heilbrigðismálaráðuneytinu og félagsmálaráðuneytinu.  Sama gildir um handhafa fjárveitingavaldsins, þ.e. þingheim eins og hann leggur sig.  Þá má heldur ekki gleymast, sem ég fjallaði um í bloggi fyrir nokkrum dögum, að sjónvarpsþáttur sem fyrir nokkrum árum var sýndur frá Byrginu hefði átt að opna augu okkar allra, líka mín augu og Össurar.  En við kusum að loka þeim.  Ég reis ekki upp og skrifaði blaðagrein í heilagri vandlætingu og Össur sagði ekki orð um þetta á þingi.

Við skulum heldur ekki gleyma því, að það sem gildir um Byrgið á einnig við um Breiðavík.  Allri þjóðinni mátti vera ljóst, að þarna gegnu hlutirnir ekki eðlilega fyrir sig.  En við öll, sveipuðum okkur þögn þess, sem kýs það umfram allt annað í lífinu, að hafa mjúkt undir eigin rassi.  Það er ekki virðuleg þögn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband